Innlent

Lauf­ey á meðal um­sækj­enda um starf skrif­stofu­stjóra

Máni Snær Þorláksson skrifar
Laufey Guðjónsdóttir er á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra í menningamálaráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sér um að skipa í stöðuna.
Laufey Guðjónsdóttir er á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra í menningamálaráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sér um að skipa í stöðuna. Vísir/Kvikmyndamiðstöð/Vilhelm

Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum.

Umrædd staða var auglýst þann sautjánda mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðarmót. Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, mun nú meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Á meðal umsækjenda eru Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 1, Ingibjörg Þórisdóttir, kynningarstjóri Árnastofnunnar, og Björg Erlingsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Svalbarðsströnd.

Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, sótti einnig um stöðuna. Það er athyglisvert í ljósi þess að á dögunum birti Menningamálaráðuneytið úrskurð í máli þar sem Laufey fékk vonda umsögn. 

Ráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhaglsegra hagsmuna. Úrskurðurinn féll árið 2020 en var þó ekki birtur fyrr en fjórða apríl síðastliðinn.

Lista yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan.

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður

Ari Matthíasson, deildarstjóri

Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrárstjóri Gautaborgarsinfóníunnar

Ásgerður Júlíusdóttir, framkvæmdarstjóri

Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir, BA í Guðfræði

Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur

Björg Erlingsdóttir, fv. sveitarstjóri

Bryndís Jónatansdóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur

Gústaf Þórarinn Bjarnason, auglýsinga- og sölustjóri

Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur

Ingibjörg Þórisdóttir, kynningarstjóri

Laufey Guðjónsdóttir, fv. forstöðumaður

Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri

Rúnar Leifsson, sérfræðingur

Vera Ósk Steinsen, tónlistarkennari, MA og BFA

Wesley Chang Zeyang , partner

Þröstur Helgason, fv. dagskrárstjóri

Þröstur Óskarsson, sérfræðingur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×