Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 17:52 Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af byssu á skemmtistaðnum Dubliner 12. mars og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vísir/Jóhann K. Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira