Innlent

Svört gæs vekur athygli

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Það glampar á svartar fjaðrir skuggagæsarinnar fögru.
Það glampar á svartar fjaðrir skuggagæsarinnar fögru. Sveinn Jónsson

Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. 

Sveinn Jónsson, ljósmyndari, birti myndir af „skuggagæsinni“ eins og hann kallar hana á Facebook í vikunni. Þessi grágæsarfrú var stödd í Háaleitishverfinu með tilvonandi maka sínum þegar Sveinn fann þau.

Í skiptum fyrir nokkra brauðmola fékk hann að mynda hjónin.

Hjónin spígsporuðu um í grasinu í Háaleitishverfinu.Sveinn Jónsson

Sveinn skrifar í færslu sinni að líklega sé um „melanisma“ að ræða en það er litningagalli sem á íslensku kallast sorta og er í raun andhverfa albínisma. Á meðan albinóar búa ekki yfir neinum melanín-litarefnum þá er ofgnótt af litarefninu í húð þeirra sem lifa við sortu.

Myndirnar af gæsinni eru ansi magnaðar og er hún hin tignarlegasta.

Sjáldséðir eru hvítir hrafnar og svartar gæsir.Sveinn Jónsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×