Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2023 22:22 Kafari yfir loðnutorfunni við Hjalteyri í byrjun vikunnar. Erlendur Bogason Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá magnaðar myndir sem Erlendur Bogason kafari tók síðastliðinn sunnudag. Síðdegis þann dag var hann ásamt fleirum að kafa eftir skeljum við Hjalteyri. Erlendur Bogason kafari rekur köfunarfyrirtækið Strýtuna í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendur lýsir því að hann hafi verið nánast uppi í fjöru þegar loðnutorfan birtist og synti hún alveg upp við yfirborð. Í fyrstu taldi hann að þetta væru eingöngu hængar, sem hann segir þekkjast á því að vera dekkri og stærri en hrygnan, en einnig á stærri raufarugga. Fljótlega tók Erlendur eftir því að þarna var einnig ljósari kvenloðna. Á kafla myndbandsins sést hún neðar og vinstra megin meðan hængarnir halda hópinn hægra megin en þekkt er að kynin séu aðskilin í torfu. Hængar, sem eru dekkri, sjást ofar og hægra megin. Hrygnur, sem eru ljósari, sjást neðar og vinstra megin. Erlendur Bogason Í fræðunum er mönnum kennt að loðnan hrygni einkum við Suður- og Suðvesturland síðla vetrar og drepist svo að mestu. Lengi hefur þó verið vitað að hún hrygnir einnig fyrir norðan og það seinna en loðnan fyrir sunnan. Hrygningarloðna norðanlands hefur þó verið talin óveruleg. Í frétt Stöðvar 2 í marsmánuði árið 2020 kom fram að fiskifræðingar teldu sig sjá vísbendingar um breytt atferli loðnunnar og aukna hrygningu fyrir norðan. Loðnutorfan í Eyjafirði var afar þétt.Erlendur Bogason Erlendur Bogason kafari segist einnig hafa haft spurnir af loðnu víðar fyrir Norðurlandi, bæði utar í Eyjafirði, í Þistilfirði og í Húnaflóa, en þessi mikli þéttleiki hennar við Hjalteyri vakti einnig athygli hans. Miðað við myndirnar af loðnutorfunni verður þess kannski ekki langt að bíða að menn sjái loðnuflotann að veiðum á miðjum Eyjafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um vísbendingar um breytt atferli loðnunnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Fyrir tveimur árum kafaði Erlendur niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði, sem sjá mátti í þessari frétt:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hörgársveit Vísindi Tengdar fréttir Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31 Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. 5. júlí 2022 23:31
Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. 8. apríl 2021 23:40
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33