Deilan um Ríkarðshús leyst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. apríl 2023 07:01 Ríkarður í vinnustofu sinni við Grundarstíg. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. „Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin. Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin.
Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00