„Myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. apríl 2023 14:33 Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir ræddi um þróun í förðun fermingarstúlkna í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Bylgjan Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir segir þær útlitskröfur sem fermingarstúlkur setja á sjálfar sig í dag vera komnar út í öfgar, eins og svo margt annað sem snýr að fermingum í dag. Foreldrar séu hluti af vandamálinu og verði að sýna ábyrgð. Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning