Innlent

Ó­vissu­stigi af­lýst

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Neskaupstað í síðustu viku.
Frá Neskaupstað í síðustu viku. Landsbjörg

Óvissustigi Almannavarna sem var í gildi á Austfjörðum hefur verið aflýst, sem og óvissustigi Veðurstofu Íslands. Við taka umfangsmikil verkefni við hreinsun og endurreisn samfélagsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Tekið er fram að þjónustumiðstöð Almannavarna er enn við störf í Neskaupstað og verður hún opin eins lengi og hennar er þörf. 

„Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Stuðningurinn felur meðal annars í sér upplýsingagjöf og fræðslu af ýmsu tagi og Rauði krossinn mun halda áfram að bjóða upp á sálfélagslegan stuðning í þjónustumiðstöðinni,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×