Lokunin augljóst merki um mismunun Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. apríl 2023 22:04 Jón Karl Ólafsson er formaður Fjölnis. Vísir Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. „Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum. Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
„Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum.
Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira