Lokunin augljóst merki um mismunun Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. apríl 2023 22:04 Jón Karl Ólafsson er formaður Fjölnis. Vísir Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. „Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum. Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum.
Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira