Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 14:13 Óvenjukalt var í Reykjavík í vetur, sérstaklega í desember þegar langvarandi kuldakast með miklu frosti gerði. Vísir/Vilhelm Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira