Tónlist

Herra Hnetusmjör og Frikki Dór aftur á toppnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör frumfluttu lagið Vinn við það á Idolinu.
Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör frumfluttu lagið Vinn við það á Idolinu. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON

Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja á toppi Íslenska listans með lagið Vinn við það. Lagið hefur flakkað upp og niður listann á síðustu vikum.

Lagið kom út í byrjun febrúar og var frumflutt í beinni útsendingu á Idolinu. Í samtali við Brennsluna fyrr á árinu segir Herra Hnetusmjör að lagið fjalli um smá togstreitu.

„Þetta er svona í dýpri kantinum miðað við mig. Ég er ekkert að gera upp einhver mál. En þetta er svona smá togstreita og svo er boðskapurinn að halda áfram.“

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Íslenska listann á FM en hann hefst á mínútu 18:30.

Metro Boomin’, 21 Savage og The Weeknd sitja í öðru sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Creepin’. Lagið er endurgerð af öðru lagi frá árinu 2004 sem ber heitið I Don’t Wanna Know með Marino Winans og P. Diddy. Hægt er að hlusta á bæði lög hér að neðan.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.

Loreen mætt á Íslenska listann

Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar.

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið

Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu.

„Bæði æðislegt og súrrealískt“

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann

Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.

Herra Hnetu­smjör og Frið­rik Dór sam­einast í nýju lagi

Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×