Innlent

Líkfundur í Reykjanesbæ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Líkið fannst við fjöruborðið í Reykjanesbæ.
Líkið fannst við fjöruborðið í Reykjanesbæ. Vísir/Egill

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Gangandi vegfarandi hafi tilkynnt lögreglu fundinn klukkan 12:16. 

Þá verði líkið að öllum líkindum sent til réttarkrufningar á morgun. Von megi eiga á frekari upplýsingum síðar í dag. 

Fréttin var uppfærð klukkan 15:55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×