Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 14:03 Frá afhendingu sex milljóna króna gjafarinnar, fulltrúar Oddfellow og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira