Innlent

Fæddi undir berum himni á leið út í sjúkra­bíl

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fæðingin gekk vel.
Fæðingin gekk vel. Vísir/Vilhelm

Nýbökuð móðir fæddi barn sitt undir berum himni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Móður og barni heilsast vel.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því að sjúkrabíll hafi verið kallaður út í morgun vegna yfirvofandi fæðingar, sem brátt bar að. Svo fór að móðirin fæddi utandyra, þegar sjúkraflutningamenn voru á leiðinni.

Faðir barnsins segir í samtali við fréttastofu að barnið hafi fæðst úti í garði, fyrir utan hús nýbökuðu foreldranna, um það bil fimm mínútum áður en sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Þau komu sér fyrir inni í hlýjum stigagangi íbúðarhúss síns og biðu rólega eftir sjúkraflutningamönnunum eftir fæðinguna.

„Alveg ný upplifun fyrir okkar fólk! Móður og barni heilsast ljómandi vel, þau voru flutt á fæðingardeild Landspítala til skoðunar,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×