Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 23:02 Eva Ágústa Aradóttir (t.v.) er einn skipuleggjenda sýningarinnar og Margrét Oddný Leópoldsdóttir á verk á sýningunni. Stöð 2 Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna. Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna.
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira