„Ég er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, í samstarfi við evrópsku lögregluna (Europol). Ég hef samband við þig stuttu eftir tölvusöfnun vegna netsíferðar (Sérstaklega leyfilegt fyrir barnaklám, klámsíður, á netinu klám, til að upplýsa þig um að þú sætir ákveðnum fjölda réttarfara í gildi,“ segir á nokkuð bjagaðri íslensku í svikapósti sem tilkynntur hefur verið til lögreglu.
Listi yfir brot eru „barnaklám, klámsíða, tilkynning á netinu og net-pornography“. Vísað er til laga um meðferð opinberra mála, sem felld voru úr gildi með gildistöku sakamálalaga árið 2008.
Lögregla varar fólk við því að svara sambærilegum tölvupóstum. Þá sé ekki mælt með því að ýta á hlekki og viðhengi sem fylgt geta skilaboðunum.
„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
