Vantrauststillaga á hendur Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag. Alls greiddu þrjátíu og fimm þingmenn atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður sat hjá. Jón var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir.
Sem fyrr segir var Brynjar einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni en Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Brynjar að atkvæðagreiðslunni lokinni.
Brynjar segir ekki óeðlilegt að hann hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni:
„Nei, ég sé ekkert óeðlilegt við þetta. Ég meina, maður fylgir bara sínum ráðherra og ef hann fer þá fer aðstoðarmaðurinn. Ég er auðvitað bara í stjórnmálum, ég er varaþingmaður og ég kem bara inn þó ég sé pólitískur aðstoðarmaður ráðherra. Ég greiði þetta atkvæði eins og hver annar þingmaður sem kemur inn og ég sé ekkert athugavert við þetta.“