Innlent

Íslandsvinahópur á Bandaríkjaþingi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Utanríkismálanefnd ásamt leiðtogum vinafélags Bandaríska þingsins og sendiherra Íslands.
Utanríkismálanefnd ásamt leiðtogum vinafélags Bandaríska þingsins og sendiherra Íslands. Bjarni Jónsson.

Fyrr í dag fór fram stofnfundur sérstaks Íslandsvinahóps meðal þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings (Iceland Caucus).

Tveir þingmenn, Chellie Pingree frá Maine og Greg Murphy frá N Karólínu, leiða félagið en fundurinn fór fram í Rayburn byggingu Bandaríkjaþings.

Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri grænna birti meðfylgjandi mynd frá fundinum í færslu á Facebook en utanríkismálanefnd sem er á ferð í Washington tók þátt í opnuninni.

„Með þessu verður til nýr samstarfsvettvangur fyrir hóp þingmanna sem láta sig varða málefni samskipta Bandaríkjanna og Íslands og vináttu landanna,“ segir jafnframt í færslu Bjarna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.