Óvenjuleg förðunaraðferð skilar ótrúlegri útkomu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. apríl 2023 13:00 Förðunaraðferð TikTok stjörnunnar Meredith Duxbury hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Skjáskot Ný tískubylgja í förðun hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Tískubylgjan er kennd við samfélagsmiðlastjörnuna Meredith Duxbury og felst í því að nota allt að tíu pumpur af farða á andlitið sem svo er blandað út með fingrunum. Hin 24 ára gamla Meredith Duxbury er ein skærasta stjarnan á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún byrjaði á samfélagsmiðlinum árið 2020 en náði þó ekki vinsældum fyrr en hún fór að sýna frá óvenjulegri förðunarrútínu sinni. Netverjum blöskraði hve mikinn farða hún notar á andlit sitt og var það það sem kom henni á kortið. Í dag er hún með um 18 milljónir fylgjendur á TikTok en um 134 milljónir hafa horft á vinsælasta myndband hennar. @meredithduxbury Comment below what makeup trend you want me to try out next! Get Into It (Yuh) - Doja Cat Drekkir andlitinu í farða en útkoman er lýtalaus Meredith gott sem drekkir andlitinu í þekjandi farða og setur svo gjarnan aðra umferð af þynnri farða yfir. Þessu blandar hún svo út með fingrunum. „Ég er með mikið af freknum og til þess að hylja þær allar þarf ég að nota mikinn farða,“ útskýrði Meredith í einu TikTok myndbandinu. Þá segist hún nota fingurna frekar en bursta eða förðunarsvamp vegna þess að líkamshitinn frá höndunum bræði farðann sem gerir það að verkum að hann blandast betur við húðina. Mörgum netverjum þykir aðferðin sláandi en Meredith segir áhorfendum að treysta ferlinu. Hún klárar förðunina með hyljara, púðri, skyggingu, kinnalit og augnförðun og kemur útkoman skemmtilega á óvart. Niðurstaðan er lýtalaus. View this post on Instagram A post shared by Meredith Duxbury (@meredithduxbury) Stjörnurnar prófa aðferðina Nú hefur aðferð Meredith orðið að tískubylgju á TikTok. Netverjar keppast við að endurskapa förðunina og hafa rúmlega 100 milljónir manns horft á myndbönd undir myllumerkinu #meredithfoundationshallange. Embla Wigum, ein skærasta TikTok-stjarna okkar Íslendinga, er ein af þeim sem hefur prófað aðferðina og var hún nokkuð hrifin. „Ég er ekki að hata þetta. Húðin er alveg lýtalaus,“ sagði hún. @emblawigum trying out @Meredith Duxbury foundation technique lowkey a slay #grwm #makeuptransformation original sound - Embla Wigum Aðferðin virðist einnig hafa vakið forvitni Mario Dedivanovic, förðunarfræðings Kim Kardashian, sem prófaði aðferðina og sýndi frá því á TikTok. Þá hafa stjörnur á borð við Selenu Gomez einnig hoppað á vagninn og virðist útkoman hafa komið henni skemmtilega á óvart. Aðferðin er því gott dæmi um það að maður ætti ekki að dæma fyrr en maður hefur prófað. @selenagomez I mean the tinted moisturizer is really giving @rarebeauty original sound - Selena Gomez Hár og förðun TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Hin 24 ára gamla Meredith Duxbury er ein skærasta stjarnan á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún byrjaði á samfélagsmiðlinum árið 2020 en náði þó ekki vinsældum fyrr en hún fór að sýna frá óvenjulegri förðunarrútínu sinni. Netverjum blöskraði hve mikinn farða hún notar á andlit sitt og var það það sem kom henni á kortið. Í dag er hún með um 18 milljónir fylgjendur á TikTok en um 134 milljónir hafa horft á vinsælasta myndband hennar. @meredithduxbury Comment below what makeup trend you want me to try out next! Get Into It (Yuh) - Doja Cat Drekkir andlitinu í farða en útkoman er lýtalaus Meredith gott sem drekkir andlitinu í þekjandi farða og setur svo gjarnan aðra umferð af þynnri farða yfir. Þessu blandar hún svo út með fingrunum. „Ég er með mikið af freknum og til þess að hylja þær allar þarf ég að nota mikinn farða,“ útskýrði Meredith í einu TikTok myndbandinu. Þá segist hún nota fingurna frekar en bursta eða förðunarsvamp vegna þess að líkamshitinn frá höndunum bræði farðann sem gerir það að verkum að hann blandast betur við húðina. Mörgum netverjum þykir aðferðin sláandi en Meredith segir áhorfendum að treysta ferlinu. Hún klárar förðunina með hyljara, púðri, skyggingu, kinnalit og augnförðun og kemur útkoman skemmtilega á óvart. Niðurstaðan er lýtalaus. View this post on Instagram A post shared by Meredith Duxbury (@meredithduxbury) Stjörnurnar prófa aðferðina Nú hefur aðferð Meredith orðið að tískubylgju á TikTok. Netverjar keppast við að endurskapa förðunina og hafa rúmlega 100 milljónir manns horft á myndbönd undir myllumerkinu #meredithfoundationshallange. Embla Wigum, ein skærasta TikTok-stjarna okkar Íslendinga, er ein af þeim sem hefur prófað aðferðina og var hún nokkuð hrifin. „Ég er ekki að hata þetta. Húðin er alveg lýtalaus,“ sagði hún. @emblawigum trying out @Meredith Duxbury foundation technique lowkey a slay #grwm #makeuptransformation original sound - Embla Wigum Aðferðin virðist einnig hafa vakið forvitni Mario Dedivanovic, förðunarfræðings Kim Kardashian, sem prófaði aðferðina og sýndi frá því á TikTok. Þá hafa stjörnur á borð við Selenu Gomez einnig hoppað á vagninn og virðist útkoman hafa komið henni skemmtilega á óvart. Aðferðin er því gott dæmi um það að maður ætti ekki að dæma fyrr en maður hefur prófað. @selenagomez I mean the tinted moisturizer is really giving @rarebeauty original sound - Selena Gomez
Hár og förðun TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00