Segir aðgerðirnar ekki duga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 12:29 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30