Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2023 11:44 Frá Neskaupstað í morgun. Landsbjörg Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27