Stærsta Reykjavíkurskákmót sögunnar hefst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 11:59 Magnús Carlsen heimsmeistari í skák mætti á Fischer slembiskákmótið í Reykjavík í fyrra þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar milli Fischers og Boris Spasky í Laugardalshöll árið 1972.Magnús mætir ekki að þessu sinni og þykir Úkraínumaðurinn Vasyl Ivanchuk sigurstranglegastur á Reykjavíkurskákmótinu. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims. Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu klukkan þrjú í dag þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leikur fyrsta leik mótsins sem stendur yfir í viku. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir metfjölda karla og kvenna taka þátt í mótinu að þessu sinni. „Mér sýnist samkvæmt nýjustu tölum að þetta verði yfir fjögur hundruð þátttakendur. Fyrra met var 272 þannig að þetta eru ótrúlegar tölur.“ Gunnar Björnsson segir Reykjavíkurskákmótið með virtari og þekktustu opnu skákmótum heimsins.Stöð 2/Arnar Hvað skýrir þennan mikla áhuga á Reykjavíkurskákmótinu? „Ísland er náttúrlega vinsælt. Svo hjálpar afmælishátíðin í fyrra (þegar 50 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar). En svo er skáksprengja í gangi í heiminum. Það er gríðarlegur áhugi á skák í heiminum. Hefur bara aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði,“ segir Gunnar. Íslendingar eru fjölmennastir á mótinu með 85 keppendur en Þjóðverjar fjölmennastir erlendra gesta með 60 skákmenn. Keppendur koma frá 47 ríkjum, þeirra á meðal Kasakstan, Singapore, Ástralíu og Sri Lanka. Gunnar segir að reikna megi með um fjögur þúsund gistinóttum á hótelum borgarinnar vegna mótsins. Reykjavíkurskákmótið, sem fyrst var haldið árið 1964, hafi sterka stöðu í skákheiminum. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setur Reykjavíkurskákmótið með því að leika fyrsta leikinn í dag.aðsend „Reykjavíkurskákmótið er eitt stærsta opna skákmótið í heiminum. Ég myndi setja það á topp þrjú og jafnvel ofar. Þetta þykir eitt merkilegasta og flottasta mótið og eitt það sögufrægasta.“ Og aldrei fleiri stórmeistarar en núna? „Nei, þrjátíu og fjórir. Það slagar upp í að vera 10 prósent keppenda sem er býsna gott,“ segir forseti Skáksambands Íslands. Sex þeirra eru íslenskir, þeirra á meðal nýjasti íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Stigahæstur keppenda er úkraínska goðsögnin Vasyl Ivanchuk og af öðrum sterkum má nefna Svíann Nils Grandelius og Aryan Tari frá Noregi. Gunnar segir Ivanchuk sigurstranglegastan þótt óvænt tíðindi geti alltaf gerst. Mótinu lýkur þriðjudaginn 4. apríl.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Tengdar fréttir Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. 22. mars 2023 14:01
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40
Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30