Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 06:53 Rektor segir HÍ ekki geta verið án fjármuna HHÍ, sem hafa verið notaðir til að fjármagna byggingar háskólans. Vísir/Ívar Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor. Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor.
Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira