Lífið

Máni kveður Sýn: „Þetta hefur verið á­huga­vert ferða­lag í rúm 25 ár"

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Máni stýrði útvarpsþætt­in­um Harma­geddon í mörg ár ásamt Frosta Loga­syni og hefur þar að auki sinnt ýmsum verkefnum innan Sýn.
Máni stýrði útvarpsþætt­in­um Harma­geddon í mörg ár ásamt Frosta Loga­syni og hefur þar að auki sinnt ýmsum verkefnum innan Sýn. Vísir/Vilhelm

Máni Pétursson fjölmiðlamaður hefur sagt skilið við Sýn eftir 25 ára starf. Hann lauk formlega störfum um síðustu mánaðamót.

Máni stýrði útvarpsþætt­in­um Harma­geddon í mörg ár ásamt Frosta Loga­syni og hefur þar að auki sinnt ýmsum verkefnum innan Sýn.

Í tilkynningu á Facebook síðu segir Máni að ferðalagið undanfarin 25 ár hafi verið áhugavert og „oftast skemmtilegt.“ Hann kveður alla í vinsemd og kærleik.

„Framtíðarplönin eru að sinna þessu litla Paxal fyrirtæki mínu og þeim frábæru artistum sem þar eru. Vera aðeins duglegri að markþjálfa og taka ekki 10 ár í að skrifa næstu bók.“

Máni hefur þó ekki sagt skilið við fjölmiðlageirann og hyggst halda úti hlaðvarpþáttunum Máni.

„Þar kemur hann Gunnar Sigurðarson og stjórnar einum þætti með mér og stundum ræði ég fótbolta og almennt bara eitthvað bull. Þetta er algerlega twitter frír þáttur. Þannig að leiðindi eru í lágmarki,“

segir Máni í færslunni um leið og hann þakkar fyrrum starfsfélögum fyrir samstarfið.

„Þið eruð öll frábær.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.