Innlent

Leita að eiganda peninga í óskilum

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að um sé að ræða „upphæð sem skiptir flesta máli."
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að um sé að ræða „upphæð sem skiptir flesta máli." Vísir/Vilhelm

Heiðarlegur borgari fann peninga í verslun í Mosfellsbæ í síðustu viku og kom þeim í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandans er nú leitað.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að um sé að ræða „upphæð sem skiptir flesta máli.“

„Vonandi er hægt að koma peningunum aftur í réttar hendur, en eigandinn verður beðinn um staðfestingu á eignarhaldi, líkt og tíðkast í svona málum.“

Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið oskilamunir@lrh.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.