Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga konu í bif­reið við bensín­stöð í Reykja­vík

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í bifreið við bensínstöð í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Málið var þingfest 21. mars síðastliðinn.

Í ákærunni segir að maðurinn sé grunaður um nauðgun með því að hafa án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu.

Ákærði er sagður hafa þvingað konuna til að hafa við sig munnmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segðu honum að hætta og kastaði upp.

Þá hafði ákærði í kjölfarið við hana samfarir með því að notfæra sér að konan var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og skeytti því engu þótt hún héldi áfram að kasta upp, segir í ákærunni.

Telst þetta varða við 1. og 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningalaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Af hálfu konunnar er gerð sú krafa að manninum verði gert að greiða henni fjórar milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá er þess einnig krafist að hann greiði allan málskostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×