Vafi féll þrítuga bróðurnum í vil Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 19:05 Lilja Margrét Olsen, lögmaður Gabríels Douane sem sést á myndinni, gagnrýnir harðlega að þrítugur maður, elstur sakborninga, hafi verið sýknaður. Vísir Maður á þrítugsaldri sem ákærður var í Borgarholtsskólamálinu svokallaða var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna á hann líkamsárás. Lögmaður eins sakfelldu segir koma á óvart að fullorðnir menn, sem ekki sæki nám en komi inn í skóla og taki þátt í átökum, séu sýknaðir. Dómur í Borgarholtsskólamálinu var kveðinn upp í vikunni. Fjórir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Allir voru á tvítugsaldri, nema sá elsti, sem nú er 29 ára gamall. Eins og fyrr segir voru þrír af fjórum sakfelldir, ýmist fyrir minni háttar líkamsárás eða sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ekki var fallist á neyðarvarnarákvæði hegningarlaga, þrátt fyrir að því hafi jafnan verið borið við. Maðurinn þrítugi er bróðir eins sakborninganna. Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hafi beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Traðkað á honum Sá elsti slasaðist nokkuð en meðal annars var ráðist að honum með hnífi. Þá var hann einnig kýldur í andlitið og þegar hann féll í jörðina var traðkað á honum, að því er fram kemur í héraðsdóminum sem fréttastofa hefur undir höndum. Einn sakborninga hélt því fram að eldri bróðirinn hafi átt upptökin að slagsmálum með því að hafa kýlt hann í andlitið og það valdið kinnbeinsbroti. Honum hafi verið haldið niðri og eldri bróðirinn, ásamt öðrum, ráðist á hann. Í dóminum segir að nokkur vitni hafi verið að meintu atviki. Framburður þeirra hafi hins vegar hvorki verið einróma né skýr. Einn hélt því fram að eldri bróðirinn hafi reynt að skakka leikinn, máli eldri bróðurins til stuðnings, en hann neitaði því alfarið að hafa ráðist að einhverjum. Hann hafi aðeins reynt að stilla til friðar. „Það kemur verulega á óvart“ Héraðsdómari sagði að framburður eldri bróðurins fengi stuðning í vitnisburði annarra vitna, allra nema eins. Myndband sem lagt var fyrir dóminn var þar að auki talið sýna að hann hafi ekki ráðist á neinn. Því væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn þrítugi hafi gerst sekur um líkamsárás og var hann því sýknaður af ákæruliðnum. Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, sagði við fréttastofu í vikunni að hún væri ósátt að eldri bróðirinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Tengdar fréttir Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30 Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Dómur í Borgarholtsskólamálinu var kveðinn upp í vikunni. Fjórir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Allir voru á tvítugsaldri, nema sá elsti, sem nú er 29 ára gamall. Eins og fyrr segir voru þrír af fjórum sakfelldir, ýmist fyrir minni háttar líkamsárás eða sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ekki var fallist á neyðarvarnarákvæði hegningarlaga, þrátt fyrir að því hafi jafnan verið borið við. Maðurinn þrítugi er bróðir eins sakborninganna. Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hafi beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Traðkað á honum Sá elsti slasaðist nokkuð en meðal annars var ráðist að honum með hnífi. Þá var hann einnig kýldur í andlitið og þegar hann féll í jörðina var traðkað á honum, að því er fram kemur í héraðsdóminum sem fréttastofa hefur undir höndum. Einn sakborninga hélt því fram að eldri bróðirinn hafi átt upptökin að slagsmálum með því að hafa kýlt hann í andlitið og það valdið kinnbeinsbroti. Honum hafi verið haldið niðri og eldri bróðirinn, ásamt öðrum, ráðist á hann. Í dóminum segir að nokkur vitni hafi verið að meintu atviki. Framburður þeirra hafi hins vegar hvorki verið einróma né skýr. Einn hélt því fram að eldri bróðirinn hafi reynt að skakka leikinn, máli eldri bróðurins til stuðnings, en hann neitaði því alfarið að hafa ráðist að einhverjum. Hann hafi aðeins reynt að stilla til friðar. „Það kemur verulega á óvart“ Héraðsdómari sagði að framburður eldri bróðurins fengi stuðning í vitnisburði annarra vitna, allra nema eins. Myndband sem lagt var fyrir dóminn var þar að auki talið sýna að hann hafi ekki ráðist á neinn. Því væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn þrítugi hafi gerst sekur um líkamsárás og var hann því sýknaður af ákæruliðnum. Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, sagði við fréttastofu í vikunni að hún væri ósátt að eldri bróðirinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Tengdar fréttir Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30 Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30
Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01