„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. mars 2023 12:31 Hrafnhildur tók mikið af ljósmyndum í vettvangsferð sinni í verslanir og birtir á síðunni sinni. aðsend „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend
Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira