Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2023 20:00 Yfirlögfræðingur umboðsmans skuldara kallar eftir lagabreytingu. arnar halldórsson Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“ Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“
Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12