Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2023 13:51 Umferð ferðamanna um Vík í Mýrdal hefur margfaldast á undanförnum árum. Vísir/Jóhann K. Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar. Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar.
Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira