Innlent

Fjórir hand­teknir í kjöl­far slags­mála í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rannsókn málsins er á frumstigi.
Rannsókn málsins er á frumstigi.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn.

Frá þessu greinir í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en Vísir sagði frá því í gærkvöldi að sérveitin hefði verið kölluð út vegna slagsmála í Bankastræti. Sjúkrabifreiðar voru einnig sendar á staðinn.

Í yfirliti lögreglu segir að skömmu eftir útkallið hafi önnur tilkynning borist um að manni væri haldið fyrir utan skemmtistað í miðbænum og talið að málin tengdust. Lögregla sem var við leit vegna fyrra málsins náði mönnunum eftir skamma stund og voru fjórir handteknir á vettvangi.

Þeir höfðu hlaupið undan lögreglu og reynt að losa sig við áberandi fatnað sem fannst einnig á handtökustaðnum, segir í yfirlitinu. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu en rannsókn málsins er sögð á frumstigi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.