Lífið

Diljá númer sjö í Eurovision

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí.
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í maí. Mummi Lú

Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 

Diljá mun flytja lagið Power og er spáð áfram á úrslitakvöld keppninnar. Henni er spáð 23. sæti í keppninni sem stendur. Lag hennar hefur farið hægt og rólega upp töflur veðbankanna. Áður en Diljá vann Söngvakeppnina var Íslandi spáð 28. sæti.

Diljá stefnir þó mun hærra eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2:

Alls taka sextán þjóðir þátt í seinni undankeppninni, Ísland þar með talið. Tíu komast svo áfram og taka þátt á úrslitakvöldinu.

Þegar þetta er skrifað er einungis sex þjóðum af þeim sem keppa í seinni undankeppninni spáð betra gengi en Íslandi í keppninni. Ef niðurstöður verða á þann veg sem veðbankar spá nú ættu Armenía, Austurríki, Ástralía, Eistland, Georgía og Pólland að komast áfram á undan Íslandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.