Innlent

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi á Suður­landi, Suðaust­ur­landi, Vest­fjörðum og á Miðhá­lendi og verða það fram á morgundaginn.
Gular viðvaranir eru í gildi á Suður­landi, Suðaust­ur­landi, Vest­fjörðum og á Miðhá­lendi og verða það fram á morgundaginn. Vísir/Vilhelm

Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hring­veg­in­um verið lokað á á milli Skóga og Vík­ur og milli Lómagnúps og Jök­uls­ár­lóns. Hálkublettir eru víða.

Búast má við snörpum vindhviðum á Suðurlandi og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Gular viðvaranir eru í gildi á Suður­landi, Suðaust­ur­landi, Vest­fjörðum og á Miðhá­lendi og verða það fram á morgundaginn.

Hægt er að fylgjast með veðurspá á vef Veðurstofu Íslands. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með færð á vegum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×