Lífið

Settu einbýlishúsið á sölu og skoðuðu íbúð í Árbænum þar sem ofninn vakti athygli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar og Lóa vilja minnka við sig.
Gunnar og Lóa vilja minnka við sig.

Í síðasta þætti af Draumaheimilinu fengu áhorfendur að kynnumst við þeim Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa, og Pétri Jónssyni sem búið hafa í Árbænum til margra ára.

Nú þegar börnin þeirra eru farin að heiman finnst þeim vera kominn tími á breytingar. Þau vilja halda sig við Höfuðborgarsvæðið en aðal markmiðið er að minnka við sig.

Það voru hæg heimatökin þar sem fasteignadrottningin Hera Björk á RE/MAX er systir Lóu, svo hún var þeirra hægri hönd við fasteignaleitina. Þau höfðu þegar sett einbýlishús sitt til margra ára á sölu áður en leitin hófst að draumaheimilinu. Hjónin skoðuðu þrjár eignir á höfuðborgarsvæðinu og byrjuðu á því að skoða íbúð í Árbænum í Rofabæ. Íbúðin er um 90 fermetrar að stærð en ásett verð var 82 milljónir.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Settu einbýlishúsið á sölu og skoðuðu fallega íbúð í Árbænum

Fleiri fréttir

Sjá meira


×