Innlent

RSÍ og VM sömdu einnig við Orku­veituna

Árni Sæberg skrifar
Samningarnir voru undirritaðir í dag.
Samningarnir voru undirritaðir í dag. Rafiðnaðarsamband Íslands.

Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag.

Vöffluilmur var í húsnæði Ríkissáttasemjara þegar fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur sömdu við samninganefndir þriggja stéttarfélaga. Fyrr í dag var greint frá því að samningur Samiðnar og Orku­veitunnar í væri í höfn.

Nú síðdegis barst síðan tilkynning um að kjarasamningur RSÍ og VM við Orkuveitu Reykjavíkur hafi einnig verið undirritaður í dag.

Þar segir að kynning á samningnum muni fara fram í ráðstefnusal OR miðvikudaginn 22. mars klukkan 12:00-13:00.

Kosning um kjarasamninginn muni hefjast þriðjudaginn 21. mars klukkan 16:00 og standa yfir til 27. mars klukkan 16:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×