Innlent

Ís­lendingar á­fram þriðja hamingju­samasta þjóð í heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Skýrslan tekur að mestu mið af landsframleiðslu, lífslíkum, gjafmildi, samfélagsstuðningi, frelsi og spillingu.
Skýrslan tekur að mestu mið af landsframleiðslu, lífslíkum, gjafmildi, samfélagsstuðningi, frelsi og spillingu. Vísir/Vilhelm

Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára.

Nýjasta skýrslan var birt í morgun en hún byggir á niðurstöðum rannsókna bandaríska vísindamanna fyrir Gallup þar sem fólk um allan heim er spurt um hve ánægt það er með líf sitt. Þetta er í ellefta sinn sem könnun Gallup er framkvæmd.

Ísraelar fara upp um fimm sæti milli ára og skipa nú fjórða sætið. Hollendingar eru í fimmta sæti, Svíar sjötta, Norðmenn sjöunda og Svisslendingar áttunda.

Bandaríkjamenn skipa fimmtánda sæti listans, Bretar nítjánda og Frakkar 21. sæti listans.

Óhamingjusömustu þjóðir heims að þessu sinni eru samkvæmt nýjustu skýrslu World Happiness Report Afganir og Líbanir.

Skýrslan tekur að mestu mið af landsframleiðslu, lífslíkum, gjafmildi, samfélagsstuðningi, frelsi og spillingu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.