Nýjasta skýrslan var birt í morgun en hún byggir á niðurstöðum rannsókna bandaríska vísindamanna fyrir Gallup þar sem fólk um allan heim er spurt um hve ánægt það er með líf sitt. Þetta er í ellefta sinn sem könnun Gallup er framkvæmd.
Ísraelar fara upp um fimm sæti milli ára og skipa nú fjórða sætið. Hollendingar eru í fimmta sæti, Svíar sjötta, Norðmenn sjöunda og Svisslendingar áttunda.
Bandaríkjamenn skipa fimmtánda sæti listans, Bretar nítjánda og Frakkar 21. sæti listans.
Óhamingjusömustu þjóðir heims að þessu sinni eru samkvæmt nýjustu skýrslu World Happiness Report Afganir og Líbanir.
Skýrslan tekur að mestu mið af landsframleiðslu, lífslíkum, gjafmildi, samfélagsstuðningi, frelsi og spillingu.