Andlátið varð á Grundarstíg í Reykjavík.Stöð 2/Steingrímur Dúi
Ekki var hægt að yfirheyra mennina tvo, sem handteknir voru í morgun í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavík, fyrr en síðdegis sökum ástands þeirra. Lögregla segir það ekki talið líklegt að svo stöddu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en það mun skýrast betur í dag.
Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
Tilkynning um andlátið barst á sjöunda tímanum í morgun en lögregla var kölluð til eftir kvörtun barst um hávaða og háreysti í húsinu. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu, einn þeirra meðvitundalaus með litlum lífsmörkum.
Sjúkrabíll var strax kallaður til og hóf lögregla endurlífgun á vettvangi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Hinir tveir mennirnir voru handteknir á staðnum og fluttir í fangageymslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi að sögn lögreglu.
Lögreglan hefur innsiglað íbúðina þar sem maðurinn fannst örendur.Stöð 2/Steingrímur Dúi
Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst á sjöunda tímanum í morgun um hávaða og háreysti í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði var þar maður meðvitundarlaus.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.