Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 18. mars 2023 12:09 Sigríður Jónsdóttir fór með sigur af hólmi í Landsrétti í gær. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Sigríður Jónsdóttir hafði betur gegn sveitarfélaginu Bláskógabyggð í Landsrétti í gær eftir áralanga baráttu. Forsaga málsins er sú að á kennarafundi árið 2016 viðraði Sigríður óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans. Eftir fundinn var hún áminnt og í kjölfarið skrifaði hún grein í staðarblaðið Dagskrána. Þar sagði hún meðal annars að hún myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var síðan sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar fælust í grein hennar. Með dómi Landsréttar var því slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggir henni. Því hafi áminningin og uppsögnin verið ólögmætar auk þess sem skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér og í greininni hér að neðan fór Sigríður yfir sína hlið á málinu í löngu máli: Baráttan tekið mikið á Sigríður var enn að melta dóminn þegar slegið var á þráðinn til hennar í morgun á meðan hún var úti í fjárhúsi að rýja. „Ég er kannski aðeins að átta mig á þessu vegna þess að sjö ára barátta er náttúrulega búin að taka ansi mikið á og þetta hefur yfirleitt verið á brattann að sækja, í rauninni með það að leiða í ljós sannleikann í þessu máli. En Landsréttur gerði það nú með þessum dómi sínum í gær og hann er mjög afdráttarlaus. Ég tel að hann sé réttur,“ segir hún. Fær eina milljón en ætlar á eftir frekari bótum Með dómi Landsréttar í gær var Sigríði dæmd ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins. Skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Hún hafði þegar fallið frá kröfu vegna líkamstjóns í málinu og boðaði að höfðað yrði sérstakt dómsmál vegna þess. Hún segir þó að dómurinn sé aðeins byrjunin enda eigi eftir að heimta skaðabætur vegna atvinnumissis sem og vegna varanlegs heilsutjóns, sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. „Landsréttur vísaði frá málinu varðandi skaðabæturnar þannig að við þurfum annað hvort að höfða það aftur, reyna að fá þessari frávísun hnekkt eða semja við sveitarfélagið um þessar skaðabætur. En skaðabótaskyldan er ótvíræð, þetta er bara spurning um fjárhæðirnar. Sigríður segist ekki vongóð um að Bláskógabyggð gangi að samningaborðinu. „En það er alltaf von er það ekki? Að fólk sjái að sér. Þetta er búið að kosta sveitarfélagið mjög mikið, þessi dómur í gær þýðir að þau þurfa að borga allan minn málskostnað, sem er orðinn nærri sex milljónir. Og þessa milljón þurfa þau að borga mér með dráttarvöxtum í þrjú ár. Þau eru búin að þurfa að borga kostnað sem féll til vegna kæru til Landsréttar undir rekstri málsins. Ég tel að þetta séu um það bil átta milljónir sem þau hafa þurft að borga nú þegar vegna þessa máls, fyrir utan allan þeirra eigin lögfræðikostnað, sem verður náttúrulega aldrei leiddur í ljós,“ segir hún. Málið hefði ekki þurft að dragast á langinn Þá segir hún ljóst að allur þessi kostnaður hafi verið óþarfur. Þegar hafi verið búið að úrskurða henni í hag í málinu árið 2018 af sveitarstjórnarráðuneytinu. „Þetta hefði ekki þurft að vera svona langvarandi og svona sársaukafullt og kostnaðarsamt. Þetta er allt saman óþarfi, eins og öll önnur stríð, og gerir ekkert nema valda fjártjóni og skaða á fólki. Ég var bara að berjast fyrir réttlæti og sannleika frá upphafi í þessu máli. Ég var að berjast fyrir vinnufélaga mína, og þetta fékk ég fyrir það. Sjö ár af hörmungum,“ segir Sigríður að lokum og bætir við að hún óski þjóðinni til hamingju með að staðfest hafi verið að mannréttindi gildi hér á landi. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir hafði betur gegn sveitarfélaginu Bláskógabyggð í Landsrétti í gær eftir áralanga baráttu. Forsaga málsins er sú að á kennarafundi árið 2016 viðraði Sigríður óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans. Eftir fundinn var hún áminnt og í kjölfarið skrifaði hún grein í staðarblaðið Dagskrána. Þar sagði hún meðal annars að hún myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var síðan sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar fælust í grein hennar. Með dómi Landsréttar var því slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggir henni. Því hafi áminningin og uppsögnin verið ólögmætar auk þess sem skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér og í greininni hér að neðan fór Sigríður yfir sína hlið á málinu í löngu máli: Baráttan tekið mikið á Sigríður var enn að melta dóminn þegar slegið var á þráðinn til hennar í morgun á meðan hún var úti í fjárhúsi að rýja. „Ég er kannski aðeins að átta mig á þessu vegna þess að sjö ára barátta er náttúrulega búin að taka ansi mikið á og þetta hefur yfirleitt verið á brattann að sækja, í rauninni með það að leiða í ljós sannleikann í þessu máli. En Landsréttur gerði það nú með þessum dómi sínum í gær og hann er mjög afdráttarlaus. Ég tel að hann sé réttur,“ segir hún. Fær eina milljón en ætlar á eftir frekari bótum Með dómi Landsréttar í gær var Sigríði dæmd ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins. Skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Hún hafði þegar fallið frá kröfu vegna líkamstjóns í málinu og boðaði að höfðað yrði sérstakt dómsmál vegna þess. Hún segir þó að dómurinn sé aðeins byrjunin enda eigi eftir að heimta skaðabætur vegna atvinnumissis sem og vegna varanlegs heilsutjóns, sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. „Landsréttur vísaði frá málinu varðandi skaðabæturnar þannig að við þurfum annað hvort að höfða það aftur, reyna að fá þessari frávísun hnekkt eða semja við sveitarfélagið um þessar skaðabætur. En skaðabótaskyldan er ótvíræð, þetta er bara spurning um fjárhæðirnar. Sigríður segist ekki vongóð um að Bláskógabyggð gangi að samningaborðinu. „En það er alltaf von er það ekki? Að fólk sjái að sér. Þetta er búið að kosta sveitarfélagið mjög mikið, þessi dómur í gær þýðir að þau þurfa að borga allan minn málskostnað, sem er orðinn nærri sex milljónir. Og þessa milljón þurfa þau að borga mér með dráttarvöxtum í þrjú ár. Þau eru búin að þurfa að borga kostnað sem féll til vegna kæru til Landsréttar undir rekstri málsins. Ég tel að þetta séu um það bil átta milljónir sem þau hafa þurft að borga nú þegar vegna þessa máls, fyrir utan allan þeirra eigin lögfræðikostnað, sem verður náttúrulega aldrei leiddur í ljós,“ segir hún. Málið hefði ekki þurft að dragast á langinn Þá segir hún ljóst að allur þessi kostnaður hafi verið óþarfur. Þegar hafi verið búið að úrskurða henni í hag í málinu árið 2018 af sveitarstjórnarráðuneytinu. „Þetta hefði ekki þurft að vera svona langvarandi og svona sársaukafullt og kostnaðarsamt. Þetta er allt saman óþarfi, eins og öll önnur stríð, og gerir ekkert nema valda fjártjóni og skaða á fólki. Ég var bara að berjast fyrir réttlæti og sannleika frá upphafi í þessu máli. Ég var að berjast fyrir vinnufélaga mína, og þetta fékk ég fyrir það. Sjö ár af hörmungum,“ segir Sigríður að lokum og bætir við að hún óski þjóðinni til hamingju með að staðfest hafi verið að mannréttindi gildi hér á landi.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira