Lífið

Flest allt notað í fallegu baðherbergi Sólveigar Önnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólveig Anna tók baðherbergið í gegn og endurnýtti í raun allt.
Sólveig Anna tók baðherbergið í gegn og endurnýtti í raun allt.

Hún er nörd sem elskar Star Wars, segist mögulega stundum pínu ósanngjörn en þó ekki erfið. Sindri Sindrason hitti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formaður Eflingar, í morgunkaffi á fallegu heimili hennar í smáíbúðahverfinu og fékk að kynnast hinni hliðinni á þessari kraftmiklu konu.

Ísland í dag leit við í morgunkaffi hjá Sólveigu fyrir þremur árum og þá var hún að taka í gegn baðherbergið. Í dag er baðherbergið klárt eins og sást í innslaginu í gærkvöldi. Fallegt rými og flestallt endurnýtt, eins og flísar, vaskurinn og baðkarið. Sólveig hefur staðið í mikilli og strangri kjarabaráttu undanfarna mánuði.

„Ég viðurkenni það að ég er orðin pínu þreytt,“ segir Sólveig Anna sem var spurð hvort hún væri stundum svolítið ósanngjörn?

„Ég hef alveg pottþétt komið heim stundum og hugsað, ég þarf aðeins að fara slaka á. En það gerist ekki oft og ég stend við allt sem ég hef sagt.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.