Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. mars 2023 13:01 Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði í miðborginni sem eru ekkert vöktuð. Vísir/Vilhelm Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta. Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta.
Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira