Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 06:49 Þétta þarf kerfið, segir lögregla, og bæta við vélum sem geta fangað bílnúmer. Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira