Lífið

Sigurvegarar Love Island voru krýndir í kvöld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjögur pör kepptust um að vera krýndir sigurvegarar í lokaþætti Love Island.
Fjögur pör kepptust um að vera krýndir sigurvegarar í lokaþætti Love Island. Love Island

Sigurvegarar vetrarútgáfu raunveruleikaþáttanna vinsælu Love Island voru krýndir í kvöld. Fólk getur strax sótt um að taka þátt í næstu þáttaröð. 

Love Island þættirnir eru oftast teknir upp á sumrin og sjónvarpaðir næstum því í beinni útsendingu heim til áhorfenda. Inn á milli eru gerðar þáttaraðir á veturna, líkt og gert var í ár. Þættirnir voru teknir upp í Suður-Afríku og mættu fyrstu þátttakendurnir þangað í janúar. 

Nú er ævintýri þeirra lokið en þeir sem hafa ekki horft á úrslitaþáttinn og vilja ekki vita hver vann ættu ekki að skrolla lengra. 

.

.

.

.

.

.

Það voru Kai og Sanam sem enduðu á því að vinna og taka með sér fimmtíu þúsund pund heim af eyjunni, jú og ástina. Í öðru sæti voru Ron og Lana, í þriðja sæti voru Samie og Tom og í því fjórða voru Shaq og Tanya. 

Kai og Sanam voru krýndir sigurvegarar Love Island í kvöld.Love Island

Einungis tveimur mínútum eftir að úrslitin voru tilkynnt hófst skráning í næstu þáttaröð sem verður tekin upp í sumar. Þá fara þátttakendur til Mallorca, líkt og venjulega. Hægt er að fá nánari upplýsingar um skráningu í færslunni hér fyrir neðan.

Sæti tvö til fjögur í réttri röð: Ron, Lana, Tom, Samie, Tanya og Shaq.Love Island

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.