Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 22:22 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, krefst svara um hvers vegna forseti Alþingis vill ekki birta greinargerð um Lindarhvol ehf. Vísir/Stöð 2 Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29