Ljósmyndarinn sem hrasaði var að sjálfsögðu ekki sá eini sem var með myndavélina á lofti í gærkvöldi og því náðist það á myndbandsupptökur þegar hann hrasaði. Í þeim má sjá ljósmyndarann detta nokkuð harkalega en um leið snýr Lady Gaga sér við til að hjálpa honum upp.
Það var þó ekki þörf á mikilli hjálp frá söng- og leikkonunni þar sem ljósmyndarinn var snöggur að koma sér aftur á fætur.
Samkvæmt People var upphaflega ekki búist við því að Gaga myndi mæta á Óskarsverðlaunahátíðina. Talið var að hún myndi ekki komast þar sem hún er í upptökum fyrir framhald kvikmyndarinnar Joker.
Í gær kom svo skyndilega í ljós að hún myndi mæta og taka lagið Hold My Hand úr kvikmyndinni Top Gun: Maverick á hátíðinni. Lagið var tilnefnt til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsanda lagið en laut í lægra haldi fyrir laginu Naatu Naatu úr kvikmyndinni RRR.