Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2023 20:09 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem segist vera með ánægð með nýja starfsfólkið frá Filippseyjum. Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira