Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 15:20 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, á og rekur fyrirtækið Mar textil sem flytur inn og selur líkkistur. Vísir/Getty/samsett Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Uppfært: Fyrirtækið var á hagsmunaskrá Jóns árið 2021 en ekki liggur fyrir hvernig það datt þaðan út. Það var einnig á hagsmunaskrá hans á vef Stjórnarráðsins þegar hún var sett inn í maí í fyrra. Einkahlutafélagið Mar Textil í Kópavogi er í eigu dómsmálaráðherra og eiginkonu hans. Í hagsmunaskrá sinni segist Jón þó ekki ekki reka neina tekjumyndandi starfsemi samhliða starfi sínu sem alþingismanns. Eignar hans í félaginu er heldur ekki getið. Arndís A.K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Jón út í fyrirtækið í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun. Það gerði hún í tengslum við fréttir um óánægju félagsins Trés lífsins með að dómsmálaráðuneytið væri í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstur þeirra á bálstofu. Tré lífsins falast eftir því að reka bálstofu óháðri trúabrögðum. Benti Arndís á að Tré lífsins sjái fyrir sér að kaup á stórum og dýrum líkkistum verði óþörf ólíkt því sem er í dag verði hugmyndir þess að veruleika. Spurði hún Jón út í Mar textil sem hann væri skráður forráðamaður fyrir. Ekki leyndarmál Jón sagði það rétt að þau hjónin hefðu staðið í rekstri frá 1985 og að það flytti inn líkkistur. Hann minnti að hann væri skráður hundrað prósent eigandi félagsins þó að þau hjónin hefðu staðið að rekstrinum saman. Það væri málefnum bálstofunnar óviðkomandi. Af um tvö hundruð milljón króna veltu væru líkkistur um tuttugu milljónir. „Það eru engin leyndarmál í kringum þennan rekstur af minni hálfu,“ sagði ráðherrann sem útskýrði þó ekki hvers vegna félagsins væri ekki getið í hagsmunaskrá hans. Þingmönnum ber að skrá launuð störf, stjórnarsetu eða rekstur sem er tekjumyndandi fyrir hann samkvæmt fjórðu grein reglna um hagsmunaskráningu þingmanna. Þeim ber einnig að skrá heiti félags sem þeir eiga hlut í ef hlutrinn nemur meira en fjórðungi hluta- eða stofnfjár þess. Geti útilokað samkeppnisaðila Björn Leví Gunnarsson, flokksbróðir Arndísar, gagnrýndi að hagsmunir Jóns væru ekki skráðir opinberlega í ljósi þess að ráðuneyti hans undirbyggi nú ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara. Ráðherrann geti útilokað samkeppnisaðila með ákvörðun í málinu. „Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er,“ skrifaði Björn Leví í færslu á Facebook. Datt út af skránni Jón Gunnarsson hefur svarað færslu Björns þar sem hann segir að fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskrá hans en það hafi einhverra hluta vegna dottið þaðan út fyrir mistök. Sé hagsmunaskráin skoðuð í Way Back Machine, þar sem gamlar útgáfur vefsíða eru vistaðar, sést að fyrirtækið var á skránni í apríl 2021. Í svarinu segir Jón að hann hafi verið á þingi frá 2007 og fyrirtækið hafi verið skráð á hagsmunaskránna síðan þá.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent