„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Máni Snær Þorláksson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 16:43 Formaður Eflingar segir að baráttunni sé ekki lokið. Vísir/Vilhelm Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að hún og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi ekki búist við öðru en að tillagan yrði samþykkt. „Við sjálf og Eflingarmeðlimir áttuðum okkur á því að ekki var lengra komist,“ segir hún. „Fólk fær þarna þessa afturvirkni og það eru auðvitað vissar hækkanir sem koma til Eflingarfólks sem lagði niður störf. Eins og staðan var, í ljósi þess að SA einfaldlega neituðu að gera við okkur kjarasamning, þá féllst fólk á þetta.“ Aðspurð um það hvort þessi niðurstaða sé ákjósanlegt millistig segir Sólveig að svo sé ekki: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Við auðvitað fögnum því að það kom þarna til hótelstarfsfólks og svo til þeirra sem starfa við akstur á hættulegum efnum hjá Skeljungi og Olíudreifingu og svo þeim sem starfa hjá Samskipum, koma þar hækkanir sem fólk barðist fyrir.“ Hún segist hafa viljað gera góðan samning fyrir meðlimi Eflingar en að SA hafi í komið veg fyrir það. „Við vildum gera góðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk en vegna þess að viðsemjendur okkar, SA, neituðu að eiga við okkur eðlilegar kjarasamningsviðræður þá var einfaldlega ekki hægt.“ Erfitt að sætta sig við tillöguna Miðlunartillagan líkist í grunnatriðum kjarasamningnum sem Starfsgreinasambandið gerði fyrir áramót. Sólveig segir að Efling hafi einfaldlega verið svipt tækifærinu til að gera svokallaðan Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. „Það er auðvitað eitthvað sem er erfitt að sætta sig við. Við auðvitað þurfum að fara mjög ítarlega yfir og gæta þess að það geti bara aldrei gerst aftur.“ Þá er hún harðorð í garð SA en hún segir samtökin og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra þeirra, hafa afhjúpað sig í kjaradeilinnu. „SA og framkvæmdastjóri SA hafa afhjúpað sig sem fólk sem bókstaflega svífst einskis til þess að reyna að kremja og eyðileggja baráttu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Það náttúrulega tókst ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Eflingarfólk hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að berjast. Það hefur sýnt og sannað að það er tilbúið að leggja niður störf til þess að ná árangri.“ Árangurinn felist í afhjúpun Sólveig segir að þessi harða kjaradeila hafi skilað árangri þrátt fyrir að niðurstaðan sé ekki sú sem Efling óskaði sér. „Við höfum náð þeim mikilvæga og bráðnauðsynlega árangri að afhjúpa þá sjúku forherðingu sem ríkir gagnvart hagsmunum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast og við byggjum á því, þessari góðu samninganefnd, öllu þessu frábæra fólki sem við höfum náð tengslum við í félaginu okkar og við komum sterkari til baka næst.“ Hún er því ekki sammála orðum framkvæmdastjóra SA um að þessi kjaradeila hafi skilað litlu fyrir Eflingu: „Ég skil að fyrir fólk sem metur allt í peningum þá sé erfitt að skilja samtöðu og baráttuvilja þeirra sem hafa lítið á milli handanna. Ég tel að ég geti ekki útskýrt afstöðu okkar í Eflingu betur fyrir SA, ég hef reynt að gera það síðustu mánuði þannig ég ætla ekki að reyna það.“ Þurfi að gæta þess að svona aðstæður skapist ekki á ný Þó svo að þessari kjaradeilu sé nú lokið þá eru fleiri kjaraviðræður framundan. Viðræður vegna samninga á opinbera markaðnum fara fljótlega í gang og síðar á árinu hefjast viðræður um langtímakjarasamninga. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld um samninga á opinbera markaðnum, Sólveig segir það vera næsta stóra verkefni félagsins. „Svo auðvitað eins og allir vita þá bíða samningar en við skulum nú aðeins leyfa rykinu að settlast og gefa Eflingu tækifæri til þess að fara inn í næsta stóra verkefni sem er það að gera góðan kjarasamning fyrir þann stóra hóp félagsfólks sem starfar á opinbera markaðnum.“ Er einhver grunnur fyrir áframhaldandi viðræðum fyrir meiri hækkunum? „Það er skylda SA að gera kjarasamning við Eflingarfólk og það verður ekki hjá henni komist. Ástæðan fyrir því að þessar fráleitu aðstæður sköpuðust var að það átti að þröngva upp á okkur samning sem aðrir höfðu gert. Við þurfum þá auðvitað bara að gæta þess að slíkar aðstæður skapist ekki á ný.“ Að lokum segir Sólveig að það sé að sjálfsögðu möguleiki á að verkfallsvopninu verði beitt aftur. Hún kveðst vera bjartsýn fyrir komandi átökum. „Ég er ávallt bjartsýn vegna þess ég veit að Eflingarfólk er tilbúið að standa saman og berjast þannig já, ég er bjartsýn.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira