Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:20 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar bendir á að eftirlitshlutverk Alþingis kristallist sérstaklega þegar tveir mismunandi ríkisendurskoðendur séu ósammála. Ekki sé hægt að treysta öðrum þeirra í blindni. Vísir/Steingrímur Dúi Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. Fréttastofa ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem segir upplifun sína af atkvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag, um hvort leyfa ætti fyrirspurn þingmanns Samfylkingar um Lindarhvol, hafa verið dapurlega. Búið sé að reisa háan og voldugan þagnarmúr og að þingforseti sé verkstjórinn. Misræmi ríkisendurskoðenda dragi fram mikilvægi eftirlitshlutverks þings Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, vill aflétta leyndinni yfir greinargerð sinni um málið en Guðmundur Björgvin Helgason, núverandi ríkisendurskoðandi, ekki og telur birtingu stangast á við lög um Ríkisendurskoðun. Sigmar segir að akkúrat í þessu misræmi kristallist mikilvægi eftirlitshlutverks þingsins. Í greinargerð Sigurðar séu upplýsingar sem séu ekki alveg í samræmi við eiginlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. „Þegar þetta mikla misræmi er á milli; annar ríkisendurskoðandinn vill birta en hinn ekki, þá getum við alþingismenn, sem þurfum að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, ekki trúað öðrum aðilanum í blindni og því er bráðnauðsynlegt að birta þessa greinargerð líkt og Sigurður Þórðarson vill að gerist, líkt og allir í forsætisnefnd vilja að verði gert og líkt og lögfræðiálit kveða á um að eigi að gera og líkt og manni sýnist að um helmingur þingmanna vilji gera því það eru allmargir stjórnarþingmenn sem telja líka að það eigi að birta greinargerðina.“ Ljóst sé að þingmenn séu ekki sammála um hvernig túlka beri lögin. „Mér finnst hafið yfir allan vafa að þessi greinargerð sé partur af stjórnsýslu þingsins og reyndar hefur þingforseti fyrrverandi staðfest það. Ég sé engin rök sem hníga að því að það eigi ekki að leyfa þessa fyrirspurn. En það sem menn eru auðvitað að reyna að gera er að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga og það finnst mér ekki gott því það setur okkur í þinginu í svolítið erfiða stöðu því að eins og ég segi, við eigum auðvitað að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu en þegar svona háttar til þá er verið að þrengja verulega að möguleikum þingsins til eftirlitsins.“ Atkvæðagreiðslu frestað í tvígang vegna titrings Hér er hægt að sjá yfirlit yfir það hvernig hinir mismunandi þingmenn greiddu atkvæði í umræddri atkvæðagreiðslu. Tuttugu þingmenn voru fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sigmar var spurður hvort hann teldi að allir hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni í ljósi þess hversu umdeilt málið er. „Ég er auðvitað ekki dómbær á það hvað gerist inn í hugskoti annarra þegar menn eru að greiða atkvæði en það var alveg augljóst í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar að það var titringur, það þurfti að fresta atkvæðagreiðslunni í tvígang, um hálftíma og svo aftur hálftíma vegna þess að stjórnarflokkarnir þurftu að funda. Þannig að ég held að þetta hafi að mörgu leyti verið erfið atkvæðagreiðsla fyrir einhverja þingmenn en hvort þeir hafi farið gegn sannfæringu sinni það get ég auðvitað ekki dæmt um en við erum auðvitað bundin af því samkvæmt stjórnarskrá að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu okkar og samvisku.“ Málið geti ekki endað öðruvísi en með birtingu greinargerðar Sigmar er sannfærður um að málið endi ekki með þessari atkvæðagreiðslu. Hann telur líklegast að greinargerðin verði á endanum birt. „Úr því að ríkisendurskoðandinn sem vann gagnið telur mikilvægt að alþingismenn fái aðgang að því og þar með almenningur. Hvernig atburðarásin í því verður veit ég ekki alveg en það segir auðvitað heilmikla sögu að allir í forsætisnefnd nema forseti þingsins vilja birtingu og fleiri stjórnarþingmenn til viðbótar." Málið sé að einhverju leyti aftur komið inn á borð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við verðum að sjá hvað það leiðir af sér en ég held að þetta geti ekki endað öðruvísi heldur en með birtingu þessarar greinargerðar. Ég held að almenningur þoli það ekki að það hvíli leynd um það þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða og að upplýsingar frá annars vegar settum ríkisendurskoðanda og hins vegar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið að þar stangist á. Að ekki sé nú talað um að Sigurður Þórðarson talar um það að hann hafi sífellt rekist á veggi og átt erfitt með að nálgast upplýsingar um þetta mál og það er auðvitað eitthvað sem þingið verður að kafa ofan í.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem segir upplifun sína af atkvæðagreiðslu síðastliðinn mánudag, um hvort leyfa ætti fyrirspurn þingmanns Samfylkingar um Lindarhvol, hafa verið dapurlega. Búið sé að reisa háan og voldugan þagnarmúr og að þingforseti sé verkstjórinn. Misræmi ríkisendurskoðenda dragi fram mikilvægi eftirlitshlutverks þings Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, vill aflétta leyndinni yfir greinargerð sinni um málið en Guðmundur Björgvin Helgason, núverandi ríkisendurskoðandi, ekki og telur birtingu stangast á við lög um Ríkisendurskoðun. Sigmar segir að akkúrat í þessu misræmi kristallist mikilvægi eftirlitshlutverks þingsins. Í greinargerð Sigurðar séu upplýsingar sem séu ekki alveg í samræmi við eiginlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið. „Þegar þetta mikla misræmi er á milli; annar ríkisendurskoðandinn vill birta en hinn ekki, þá getum við alþingismenn, sem þurfum að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, ekki trúað öðrum aðilanum í blindni og því er bráðnauðsynlegt að birta þessa greinargerð líkt og Sigurður Þórðarson vill að gerist, líkt og allir í forsætisnefnd vilja að verði gert og líkt og lögfræðiálit kveða á um að eigi að gera og líkt og manni sýnist að um helmingur þingmanna vilji gera því það eru allmargir stjórnarþingmenn sem telja líka að það eigi að birta greinargerðina.“ Ljóst sé að þingmenn séu ekki sammála um hvernig túlka beri lögin. „Mér finnst hafið yfir allan vafa að þessi greinargerð sé partur af stjórnsýslu þingsins og reyndar hefur þingforseti fyrrverandi staðfest það. Ég sé engin rök sem hníga að því að það eigi ekki að leyfa þessa fyrirspurn. En það sem menn eru auðvitað að reyna að gera er að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga og það finnst mér ekki gott því það setur okkur í þinginu í svolítið erfiða stöðu því að eins og ég segi, við eigum auðvitað að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu en þegar svona háttar til þá er verið að þrengja verulega að möguleikum þingsins til eftirlitsins.“ Atkvæðagreiðslu frestað í tvígang vegna titrings Hér er hægt að sjá yfirlit yfir það hvernig hinir mismunandi þingmenn greiddu atkvæði í umræddri atkvæðagreiðslu. Tuttugu þingmenn voru fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sigmar var spurður hvort hann teldi að allir hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni í ljósi þess hversu umdeilt málið er. „Ég er auðvitað ekki dómbær á það hvað gerist inn í hugskoti annarra þegar menn eru að greiða atkvæði en það var alveg augljóst í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar að það var titringur, það þurfti að fresta atkvæðagreiðslunni í tvígang, um hálftíma og svo aftur hálftíma vegna þess að stjórnarflokkarnir þurftu að funda. Þannig að ég held að þetta hafi að mörgu leyti verið erfið atkvæðagreiðsla fyrir einhverja þingmenn en hvort þeir hafi farið gegn sannfæringu sinni það get ég auðvitað ekki dæmt um en við erum auðvitað bundin af því samkvæmt stjórnarskrá að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu okkar og samvisku.“ Málið geti ekki endað öðruvísi en með birtingu greinargerðar Sigmar er sannfærður um að málið endi ekki með þessari atkvæðagreiðslu. Hann telur líklegast að greinargerðin verði á endanum birt. „Úr því að ríkisendurskoðandinn sem vann gagnið telur mikilvægt að alþingismenn fái aðgang að því og þar með almenningur. Hvernig atburðarásin í því verður veit ég ekki alveg en það segir auðvitað heilmikla sögu að allir í forsætisnefnd nema forseti þingsins vilja birtingu og fleiri stjórnarþingmenn til viðbótar." Málið sé að einhverju leyti aftur komið inn á borð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Við verðum að sjá hvað það leiðir af sér en ég held að þetta geti ekki endað öðruvísi heldur en með birtingu þessarar greinargerðar. Ég held að almenningur þoli það ekki að það hvíli leynd um það þegar verið er að selja ríkiseigur fyrir hundruð milljarða og að upplýsingar frá annars vegar settum ríkisendurskoðanda og hins vegar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið að þar stangist á. Að ekki sé nú talað um að Sigurður Þórðarson talar um það að hann hafi sífellt rekist á veggi og átt erfitt með að nálgast upplýsingar um þetta mál og það er auðvitað eitthvað sem þingið verður að kafa ofan í.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7. mars 2023 13:27
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14