Var þess óskað að einstaklingnum yrði vísað á dyr og fór lögregla á vettvang og ræddi við viðkomandi. Hann reyndist ekki eiga í nein hús að venda og fékk að gista í fangageymslu lögreglu vegna veðurs.
Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í Garðabæ þar sem fjármunum var stolið og er það mál í rannsókn. Flest verkefni lögreglu tengdust hins vegar umferðinni en tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og einn fyrir að nota farsíma.
Þá var tilkynnt um eitt tilvik þar sem ekið var á aðra bifreið og stungið af.