Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 21:23 Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Vísir/Egill Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur. Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Evrópuhópur Barnaheilla birti í dag nýja skýrslu þar sem farið er yfir fátækt barna í Evrópu en í skýrslunni segir að um sé að ræða útbreitt vandamál sem aðeins fari versnandi. Heimsfaraldur og stríðið í Úkraínu hafi þá gert það að verkum að mismunum hafi aukist og krísuástand blasi við. Er því talið líklegt að fátækt meðal barna muni aukast. Á Íslandi jókst fjöldi barna sem búa við fátækt úr 12,7 prósent árið 2020 í 13,1 prósent árið 2021. Börn utan höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að búa við fátækt en þar er hlutfallið 15,8 prósent. Um tíu þúsund börn búa við fátækt í dag og til viðbótar eiga 24,1 prósent heimila í erfiðleikum með að ná endum saman. Engin sérstök skilgreining er til staðar á því hvað teljist fátækt en ákveðnir alþjóðlegir matskvarðar, meðal annars frá Eurostat. Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, bendir á að horft sé á laun foreldra og í hvað ráðstöfunartekjur eru að fara, til að mynda matvæli og húsnæði sem bæði hefur hækkað mikið undanfarið í verðbólgunni. „Yfirleitt er það húsnæðiskosturinn sem er skoðaður, sem er auðvitað stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er nú bara þannig að þeir sem eru á leigumarkaðinum hér á landi hafa í mörgum tilfellum fests í ákveðinni fátæktargildru, komast ekki út úr leiguhúsnæði, geta ekki lagt fyrir og átt öruggt húsnæði,“ segir Linda. „Það að lenda í svona fátæktargildru veldur því að þetta erfist oft á milli kynslóða, því miður, og börn eiga sér oft ekki jafn mörg tækifæri og jafnaldrar þeirra að komast út úr þessu. Þetta verður til þess að þau missa oft af því tækifæri að stunda tómstundir, jafnt á við jafnaldra sína, því það er yfirleitt fyrsti þátturinn sem foreldrar taka út þegar lítið er eftir af tekjum,“ segir hún enn fremur. Í þeim tilvikum er hætta á félagslegri útilokun þar sem þau fá ekki sömu tækifæri til að þroskast félagslega. Þá séu brotalamirnar víðar, allt hangi þetta saman og hafi áhrif á geðheilsu barna. „Það er annar þáttur sem að kemur líka fram í þessari skýrslu, það er aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu, þar sem foreldrar þurfa að borga gríðarlega háan kostnað til þess að fara til sálfræðings með barnið sitt. Í barnasáttmálanum er bann við mismunun en það á sér stað gríðarleg mismunun þarna,“ segir Linda. Tryggja þurfi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku og leggja þau til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda í skólakerfinu. „Það sitja ekki öll börn við sama borðið því miður og þarna þurfum við að stíga fast niður. Við sem velferðarsamfélag í fremsta flokki árið 2023 eigum að vera komin lengra,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu og útrýma fátækt fyrir fullt og allt Stjórnvöld samþykktu heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og skuldbundu sig þar með að minnka fátækt um helming fyrir árið 2030. Frá þeim tíma hafa stjórnvöld þó ekki sett sér heildstæða stefnu í málaflokknum, líkt og önnur lönd hafa gert. Barnaheill stendur fyrir undirskriftarsöfnun vegna málsins. „Við óskum og biðlum til stjórnvalda að setja sér stefnu í þessum málaflokki og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll hér á landi, það á ekki að líðast,“ segir Linda. Hún segist mjög bjartsýn á að stjórnvöld verði við áskoruninni og bendir á að margt gott hafi áunnist hér á landi. Margir góðir þættir séu í farsældarlöggjöfinni, sem unnið er að því að innleiða, og eru kerfin farin að vinna saman. Þá sé íslenska módelið notað víða, varðandi snemmtækt ígrip, en ganga þurfi alla leið til að draga úr fátækt. „Meðan við erum ekki enn búin að móta okkur stefnu um hvernig við ætlum að fara að því þá er mjög erfitt að segja til um hvert við ætlum að fara í þessu. Eins og tölurnar sýna núna þá hefur fátækt aukist þannig eitthvað erum við ekki að gera rétt í þessum málaflokki og þess vegna þurfum við að stíga fastar niður og hvetjum núna stjórnvöld til þess að gefa í,“ segir Linda. „Það vilja allir að hér alist upp hamingjusöm börn sem að eru heildsteypt, hafa góða sjálfsmynd og góða trú á sjálfum sér. Það er undirstaðan fyrir framtíð landsins, en til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að leggjast á eitt. Að mismuna börnum er bara eitthvað sem á ekki að fyrirfinnast,“ segir hún enn fremur.
Börn og uppeldi Verðlag Húsnæðismál Réttindi barna Fjölskyldumál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Við eigum í öllum okkar verkum að stefna að því útrýma fátækt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í gærkvöldi. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna. 1. janúar 2023 09:07